Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann á Fljótshlíðarvegi í síðustu viku og sektaði hann, þar sem börn í bílnum notuðu ekki öryggisbúnað.
Annað barnið var laust í framsæti og hitt í fanginu á bílstjóranum. Hann bar fyrir sig að hafa ætlað stutta vegalengd um fáfarinn veg. Þær skýringar dugðu ekki lögreglunni, sem sektaði bílstjórann.
Sekt fyrir brot sem þetta nemur 30 þúsund krónum fyrir hvort barn.