Ökumaður malarflutningabíls slapp við meiðsli þegar bíll hans valt á hliðina í neðstu beygjunni við Gatnabrún í Mýrdal í hádeginu í dag.
Mbl.is greinir frá þessu.
Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af.
Að sögn Ívars Páls Bjartmarssonar, slökkviliðsstjóra, liggja tildrög slyssins ekki fyrir en aðstæður hafi verið góðar á vettvangi og veðrið prýðilegt.
Bíllinn var fulllestaður á austurleið og lagðist út í vegrið sem varð til þess að hann fór ekki útaf veginum.