Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða jafnvel snjóþekja.
Skafrenningur og snjókoma er nú víða á Suðurlandi, einna hvassast í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Þar má jafnframt búast við snörpum vindhviðum fram undir kl. 18. Búast má við hríð og litlu skyggni á Hellisheiði þegar líður á daginn.
Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna aðgát og haga akstri eftir aðstæðum.