Lögreglan á Hvolsvelli hefur í dag og síðastliðna nótt haft afskipti af sextán ökumönnum sem hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Af þeim voru níu með yfir leyfilegu magni af alkóhóli í útblæstri. Í hinum tilvikunum voru menn undir refsimörkum og gert að hætta akstri.
Lögreglan á Hvolsvelli hvetur ökumenn til að hvílast vel áður en sest er undir stýri bifreiðar. Betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig og bíða lengur en skemur.