Ökumenn í vandræðum á hálendinu

Björgunarsveitir frá Kirkjubæjarklaustri og úr Skaftártungu hafa verið í önnum frá því um hádegisbil við að aðstoða bílstjóra á svæðinu frá Hólaskjóli, í Landmannalaugar og Langasjó.

Í sex útköllum var um að ræða jepplinga sem ekki voru útbúnir til fjallaferða að vetrarlagi. Ekki er mikill jafnfallinn snjór á svæðinu en nokkuð um skafla á vegum sem reynast bílstjórum farartálmi. Einn bíllinn var skilinn eftir vegna bilunar en hinir eru nú á leið til byggða og björgunarsveitir á eftir.

Fyrri greinSelfosskonur töpuðu í lokaumferðinni
Næsta greinStormur fram á nótt