Hellisheiði og Þrengslum var lokað seint í gærkvöldi þar sem nokkrir ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína í snjó og sumir lent útaf.
Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar og gekk hreinsunarstarfið ágætlega. Vegirnir voru opnaðir aftur fyrir klukkan 6 í morgun.
Þá varð árekstur nálægt Litlu kaffistofunni þar sem ekið var aftan á bíl sem sat fastur í snjó. Sá sem ók á bílinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ekki urðu slys á fólki.
Á níunda tímanum í morgun er enn þá víða þæfingsfærð á Suðurlandi, þungfært eða ófært í uppsveitum Árnessýslu en unnið er að hreinsun.