Ökumenn í vandræðum vegna vatnavaxta

Við Steinholtsá. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Talsverðir vatnavextir hafa verið í ám og lækjum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi undanfarinn sólarhring og má búast við að ekki dragi úr þeim næsta sólarhringinn.

Björgunarsveitir hafa í dag haft í nógu að snúast vegna þessa. Rúta með sextán manns festist í Hellisá á leið inn að Laka. Ekki tókst að ná rútunni upp en öllum í rútunni var bjargað á land og komið í skjól.

Þá festist bíll á vaðinu í Landmannalaugum og annar í Helliskvísl á Dómadalsleið. Í gær festist bíll í Steinholtsá á leið inn í Þórsmörk.

Að öðru leiti hefur helgin gengið nokkuð vel fyrir sig, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka var vel sótt þrátt fyrir veður og ekki að sjá annað en að fólk hafi skemmt sér vel.

Fyrri greinDagbókin
Næsta greinRáðherra fundar um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks