Í kvöld voru flestar bifreiðar sem leið áttu vestur Suðurlandsveg frá Selfossi stöðvaðar og ökumenn látnir blása.
Langflestir ökumennirnir voru með sitt á hreinu en margir voru á leiðinni austur í Landeyjahöfn, á leið til Vestmannaeyja. Einn ökumaður var með útrunnið ökuskírteini.
Lögregluembættin á Suðurlandi munu halda uppi miklu umferðareftirliti um komandi helgi í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæsluna.
Sérstök áhersla verður á að láta ökumenn blása í áfengismæla enda mikið í húfi að allir komist heilir heim. Þá er einnig brýnt fyrir mönnum að nota öryggisbelti enda ljóst að þau bjarga mönnum frá alvarlegum meiðslum og jafnvel bana ef þau eru notuð.