Nokkuð hefur verið um útköll björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar nú síðdegis og í kvöld, flest sökum ófærðar.
Bílstjórar hafa meðal annars fengið aðstoð á þjóðvegi 1 vestan við Pétursey og á Biskupstungnabraut.
Björgunarsveitirnar Dagrenning á Hvolsvelli og Víkverji í Vík í Mýrdal hafa fylgt nokkrum bílum sem voru á ferð milli Hvolsvallar og Víkur þangað sem ökumenn og farþegar geta fengið gistingu á meðan veðrið gengur yfir.
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu þar sem veður er vont. Einnig þarf almenningur og ferðaþjónustuaðilar að vera vakandi fyrir því að gefa erlendu ferðafólki upplýsingar um óveður og ófærð ef tilefni gefst.
UPPFÆRT KL. 0:09