Á 80 ára afmælishátíð Hvolsvallar á dögunum fékk Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli, afhentan Atgeir Gunnars, æðstu viðurkenningu Rangárþings eystra.
Ólafur, sem er 89 ára, var kaupfélagsstjóri í fjölda ára og virkur þátttakandi í félagsmálastörfum í héraði, m.a. einn af stofnendum Rótarýklúbbs Rangæinga og bridds- og skákfélags Rangæinga.
Eftir að Ólafur lét af störfum hefur hann unnið ötullega að málefnum eldri borgara og stuðlaði að stofnun Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Ólafur er því vel að þessari viðurkenningu kominn.