Síðasti vinnudagur Ólafs Arnar Ólafssonar, bæjarstjóra í Ölfusi, var í dag en hann mun hefja störf sem fjármálastjóri Landhelgisgæslunnar á morgun.
Þetta kemur fram í kveðju sem Ólafur Örn sendir Ölfusingum á heimasíðu sveitarfélagsins.
„Eftir að hafa verið bæjarstjóri hér í Ölfusi í þrjú ár hef ég ákveðið að skipta um starfsvettvang. […] Það hefur verið góður tími fyrir okkur Ásu að búa hér í bænum og okkur hefur liðið vel hér. Það er því nokkur eftirsjá og söknuður að fara héðan,“ segir Ólafur meðal annars.
Gunnsteinn R. Ómarsson var ráðinn bæjarstjóri í stað Ólafs og hefur hann störf á morgun.