Ólafur með 63,4% í Suðurkjördæmi

Ólafur Ragnar Grímsson fékk 63,4% atkvæða í forsetakosningunum í Suðurkjördæmi. Kjörsókn í kjördæminu var 68,3%.

Búið var að telja öll atkvæði í Suðurkjördæmi um klukkan 5 í nótt. Ólafur Ragnar fékk samtals 52,78% atkvæða á landsvísu samkvæmt lokatölum sem lágu fyrir um klukkan hálf átta í morgun.

Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 68,3% en samtals greiddu 22.826 einstaklingar atkvæði í kjördæminnu.

Ólafur Ragnar fékk 14.285 atkvæða, Þóra Arnórsdóttir 5.366, Ari Trausti Guðmundsson 1.746, Herdís Þorgeirsdóttir 549, Andrea Ólafsdóttir 329 og Hannes 197 atkvæði.

Auðir seðlar voru 308 og ógildir 26.

Fyrri greinRangæingar töpuðu á Húsavík
Næsta greinKiriyama Family á vinsælasta lag landsins