Ólafur Ragnar Grímsson fékk 63,4% atkvæða í forsetakosningunum í Suðurkjördæmi. Kjörsókn í kjördæminu var 68,3%.
Búið var að telja öll atkvæði í Suðurkjördæmi um klukkan 5 í nótt. Ólafur Ragnar fékk samtals 52,78% atkvæða á landsvísu samkvæmt lokatölum sem lágu fyrir um klukkan hálf átta í morgun.
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 68,3% en samtals greiddu 22.826 einstaklingar atkvæði í kjördæminnu.
Ólafur Ragnar fékk 14.285 atkvæða, Þóra Arnórsdóttir 5.366, Ari Trausti Guðmundsson 1.746, Herdís Þorgeirsdóttir 549, Andrea Ólafsdóttir 329 og Hannes 197 atkvæði.
Auðir seðlar voru 308 og ógildir 26.