Ólafur og Dorrit á Lundi

Tveir heimalningar eru nú á dvalarheimilinu Lundi á Hellu sem heimilismenn sjá um að gefa pelann sinn og hugsa um á daginn.

Lömbin koma frá Skarði í Landsveit, gimbur og hrútur sem hafa fengið nöfnin Ólafur og Dorrit til heiðurs forsetahjónunum. Á Lundi er líka kötturinn Hans, fiskar og tveir fuglar.

Þar er mikið lagt upp úr dýrahaldi og starfsfólk segir augljóst að heimilisfólk hafi gaman af, enda margir hverjir fyrrum bændur.

Fyrri greinVilltur ferðalangur á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinHrútar sigruðu í Cannes