Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss hefur ráðið Ólaf Örn Ólafsson í stöðu bæjarstjóra.
Ólafur Örn er 52 ára að aldri, kvæntur Ásu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn. Hann er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og hefur undanfarin ár starfað sem bæjarstjóri í Grindavík. Áður var hann forstöðumaður Eimskip Canada Inc. með aðsetur í St. John´s á Nýfundnalandi.