Í nótt fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um látinn mann í sumarbústað í Árnessýslu.
Lögregla og sjúkralið fór þegar á vettvang en tilkynnandi, sem virtist ölvaður, neitaði að gá frekar að ástandi mannsins sem væri „útlendur og dökkur á hörund“ og honum ókunnugur.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang reyndist sá sem tilkynnt var um vera í fölara lagi, íslenskur og öldauður drykkjufélagi tilkynnanda.
Hvorugur þeirra reyndist illa haldinn af öðru en áfengisneyslu. Meintum útlendingi var komið í bústað sinn og ekki aðhafst frekar.
Mennirnir eru á sjötugs- og áttræðisaldri.