Sanddæluskipið Skandia varð frá að hverfa í morgun við Landeyjarhöfn í morgun vegna ölduhæðar. Þegar verkið hefst mun taka tvo til þrjá daga að opna höfnina fyrir Herjólf.
Skipstjóri Skandiu fór með hafnsögubátnum Lóðsinum til að kanna aðstæður í Landeyjahöfn í gær og aftur í morgun. Ölduhæð var þá 2,8 metrar en skipið getur ekki athafnað sig ef ölduhæð fer uppfyrir tvo metra. Vonast er eftir betra veðri á morgun.
Sigmar Jacobsen, skipstjóri Skandiu, segir á vef RÚV að hann hafi vonast eftir norðanátt, enn nú blási úr suðaustri. Jacobsen metur það svo að það muni taka tvo til þrjá daga að dýpka höfnina, með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða aðstæður betur.
Herjólfur sigldi síðast um Landeyjahöfn fyrir fimm vikum, 12. janúar síðastliðinn.