D-listi Sjálfstæðisflokks sigraði í spennandi kosningum í Ölfusi og bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum.
Á kjörskrá voru 1.488 kjósendur og talin hafa verið 1.066 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
B-listi Framfarasinna í Ölfusi var með hreinan meirihluta í sveitarfélaginu en bauð ekki fram nú.
D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 539 atkvæði eða 51,2% og fjóra bæjarfulltrúa.
O-listi Framfarasinna og félagshyggjufólks fékk 499 atkvæði eða 48,1% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa.
Kjörnir fulltrúar:
- Gestur Þór Kristjánsson, D-lista
- Jón Páll Kristófersson, O-lista
- Rakel Sveinsdóttir, D-lista
- Þrúður Sigurðardóttir, O-lista
- Grétar Ingi Erlendsson, D-lista
- Guðmundur Oddgeirsson, O-lista
- Steinar Lúðvíksson, D-lista
Næstur inn var Vilhjálmur Guðmundsson, O-lista, sem vantaði 41 atkvæði til að fella Steinar.