Ölfus greiðir Hveragerði 32 milljónir króna

Sveitarfélagið Ölfus greiðir Hveragerðisbæ 32 miljónir króna fyrir 9% hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar. Samningar þessa efnis hafa verið samþykktir af sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga.

Sveitarfélögin samþykktu fyrr í haust að af kaupunum yrði en kaupsamningurinn var lagður fyrir fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku.

Frá næstu áramótum munu leikskólabörn úr dreifbýli Ölfuss njóta sama aðgengis að leikskólum Hveragerðis, Undralandi og Óskalandi, og börn sem eru með lögheimili í Hveragerði.

Ölfus mun greiða rekstrarkostnað leikskólanna í hlutfalli við barnafjölda úr sveitarfélaginu á hverjum tíma en kostnaður vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning verður metinn sérstaklega og um hann samið hverju sinni.

Fyrri greinFSu á góðri siglingu
Næsta greinÞór og Ægir fá styrk vegna bílakaupa