Lið Sveitarfélagsins Ölfuss er komið í 8-liða úrslit í spurningakeppninni Útsvari en liðið lagði Stykkishólm örugglega í þætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu.
Ölfus sigraði með 79 stigum gegn 53. Að viðureigninni lokinni var dregið í 8-liða úrslit þar sem Ölfus mætir Seltjarnarnesi strax næsta föstudag.
Lið Ölfuss í kvöld skipuðu þau Ingibjörg Hjörleifsdóttir og feðgarnir Hannes Stefánsson og Stefán Hannesson.