Ölfus og GOGG á leið út úr Fasteign

Sveitarfélagið Ölfus skoðar nú kosti þess að kaupa íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn af eignarhaldsfélaginu Fasteign.

Ef af verður mun Ölfus verða enn eitt félagið sem gengur úr Fasteign og yfirtekur skuldbindingar vegna húsnæðis sem áður var leigt af Fasteign.

Verðmæti eignanna er bókfært 940 milljónir króna, sem er í raun uppreiknaður leigusamningur, og hefur sveitarfélagið leitað til Lánasjóðs sveitarfélaga vegna fjármögnunar.

Í Grímsnes- og Grafningshreppi bíða menn eftir lánatilboðum frá bæði Lánasjóði sveitarfélaga og Íslandsbanka um fjármögnun á samskonar kaupum, en þar er um að ræða stjórnsýsluhús og sundlaug ásamt íþróttahúsi. Kaupvirði þeirra fasteigna er um 700 milljónir króna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÞórir Haralds: Velkomin á Landsmót
Næsta greinMeð fulla vasa af þýfi