Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 2.104 milljónum króna á árinu 2016. Þar af voru rekstartekjur A hluta 1.882 mkr. og B hluta 222 mkr.
Rekstrargjöld A og B hluta urðu alls 1.946 mkr. Þar af voru rekstrargjöld A hluta 1.773 mkr.
Rekstarniðurstaða A og B hluta varð því jákvæð um 158 milljónir króna þar af var rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 109 mkr. sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2015.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðunnar megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglubundnum tekjum. Miðað við þessa reiknireglu laganna er útreiknuð skuldaregla sveitarfélagsins þann 31. desember 71.96% og hefur lækkað stöðugt hin síðari ár frá því sem hún var hæst árið 2009 eða 198%.
Rekstur sveitarfélagsins var með svipuðum hætti og verið hefur hin síðari ár en þjónusta þó aukin á sumum sviðum sem hefur í för með sér aukinn rekstrarkostnað svo sem stofnun nýrrar deildar við leikskólann Bergheima um mitt síðasta ár. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að áfram verði stefnt að því að því bæta og styrkja innviði sveitarfélagsins og gera það enn hæfara til þess að mæta nýjum áherslum og breytingum á þjónustu þess við íbúa.