Vegna viðgerða verður Ölfusárbrú á Selfossi lokuð fyrir bílaumferð í eina viku um miðjan ágúst.
Áætlað er að loka að kvöldi sunnudagsins 12. ágúst, á miðnætti og opna aftur fyrir morgunumferð kl. 6 mánudaginn 13. ágúst.
Brúnni verður svo lokað aftur kl. 20:00 mánudaginn 13. ágúst og er áætlað að hægt verði að hleypa umferð á hana aftur mánudaginn 20. ágúst.
Nýtt brúargólf verður steypt aðfaranótt þriðjudagsins 14. ágúst og er steypan nokkra sólarhringa að harðna.
Hjáleið verður meðal annars um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi. Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.
Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á framkvæmdatímanum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.