Bæjarráð Ölfuss hefur samþykkt að taka þátt í almenningssamgöngum á vegum SASS frá Þorlákshöfn til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss í samstarfi við Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Ákveðið er að fara út í þetta á grunni þeirra gagna sem fyrir liggja frá VSÓ þar sem fram kemur að áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins verði um 4 milljónir á ári.
Að sögn Ólafs Arnars Ólafssonar, sveitarstjóra Ölfuss, vakir fyrir sveitarfélaginu að skoða möguleika á almenningssamgöngum nú þegar ákveðið hefur verið að hefja skólaakstur.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.