,,Ólíklegt að það kvikni í virkjunum“

Sveitarstjórar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógarbyggðar hafa óskað eftir því við stjórn Brunavarna Árnessýslu að tekin verði til endurskoðunar reikniregla við skiptingu rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaga BÁ.

Í þeirri endurskoðun verði endurmetið vægi íbúafjölda annars vegar og brunabótamats hins vegar. Að sögn Gunnars Arnars Marteinssonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverja­hrepps, telja sveitastjórnirnar að núverandi reiknireglur séu mjög óhagstæðar sveitarfélögunum og framlög þess til brunavarna óeðlilega há miðað við íbúatölu. ,,Hér vikta virkjanir t.d. mjög þungt en ólíklegt að það kvikni mikið í þeim,“ segir Gunnar Örn.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinValur sendi Selfoss á botninn
Næsta greinGaf tvívegis upp nafn bróður síns