Svo virðist sem bakslag sé komið í fyrirhugaðar framkvæmdir við kísilverksmiðju í Þorlákshöfn sem ætlunin var að risi þar innan fárra ára.
Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, sveitarstjóra í Ölfusi, er málið ekki á þeirri ferð sem heimamenn hefðu óskað sér.
„Við hefðum viljað sjá meiri gang í þessu,“ segir hann. Verkefnið er háð því að til þessi fáist 85 megavött af raforku og hafði framkvæmdaaðilinn, gert rammasamning við Orkuveitu Reykjavíkur um að fá þá orku afhenta á tilsettum tíma. Ljóst er að OR er ekki í stakk búið að standa við þann samning og ólíklegt að framkvæmdir við verksmiðjuna hefjist á næsta ári eins og áætlanir stóðu til um.
„Það eru þó alltaf einhverjir sem eru að banka uppá og skoða hér aðstæður,“ segir Ólafur Örn um aðra möguleika í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. „Við eigum að minnsta kosti nóg land.“