Ekkert skólahald verður í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi í þessari viku sökum kórónuveirusmita. Öll börn og starfsfólk skólans eru annaðhvort í sóttkví eða einangrun.
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Jónu Björgu Jónsdóttur, skólastjóra, að þetta séu fyrstu smitin í skólanum síðan faraldurinn hófst. Fjögur smit hafa greinst meðal barna í skólanum, bæði á leikskólanum og grunnskólanum, og tvö smit meðal starfsfólks.
Jóna segir það erfiða stöðu að þurfa að loka skólanum í viku en enginn komi aftur í skólann fyrr en hann er búinn að fara í skimun.
Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru 44 í einangrun í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en enginn í sóttkví.