Tilboð í byggingu nýrrar Hamarshallar í Hveragerði voru opnuð í síðustu viku. Um var að ræða alútboð með hönnun og byggingu hússins.
Fjögur tilboð bárust í verkið auk eins frávikstilboðs og reyndust þau öll vel yfir kostnaðaráætlun sveitarfélagsins sem er tæpur 1,1 milljarður króna.
Stálgrindarhús ehf bauð 1.229 milljónir, Húsheild ehf 1.400 milljónir, Atlas ehf 1.424 milljónir og Sigurdsson ehf 2.447 millljónir króna auk þess sem Sigurdsson átti frávikstilboð upp á 2.065 milljónir króna.
Í tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir að tilboðin verði nú yfirfarin og metin og ætti niðurstaða að liggja fyrir í þessari viku.
Lok framkvæmda eru áætluð 19. mars 2024.