Björgunarsveitir á vestanverðu Suðurlandi kallaðar út klukkan hálf fjögur í nótt vegna pars sem hafði ekki skilað sér úr göngu í Reykjadal ofan Hveragerðis.
Eftir frekar skamma leit fannst fólkið heilt á húfi og var því fylgt til byggða.
Á sama tíma var Björgunarfélag Árborgar kallað út vegna trampólíns sem var að fjúka í Vallarlandi á Selfossi. Trampólínið hafði skemmt tvo bíla. Eftir að hafa komið því skjól og fest niður héldu björgunarmenn heim í sæng.
Svo merkilega vildi til að þriðja útkallið hjá björgunarsveitum Landsbjargar barst á sama tíma og hin tvö, en þar þurfti Hjálparsveit skáta í Reykjavík að fergja þakplötur á húsi í Úlfsarárdal.