Ólöf Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Reykjalundi. Ólöf starfaði síðast sem hjúkrunardeildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum á Selfossi og þar áður var hún hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings
Ólöf lauk námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2003 og meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2011. Þar lagði hún áherslu á straumlínustjórnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Ólöf hefur víðtæka starfsreynslu bæði innan lands og utan, í sjúkrahús-, hjúkrunar- og heilsugæsluþjónustu. Hún hefur einnig sinnt félagstörfum m.a. fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Krabbameinsfélag Rangárþings og Ungmennafélagið Heklu
Í tilkynningu frá Reykjalundi kemur fram að Ólöf komi að fullu til starfa þann 1. júlí, en muni þó strax í þessari viku hefja störf að hluta.