Óloft í dag og á morgun

Í dag, mánudag, berst gasmengun frá eldgosinu til vesturs af gosstöðvunum. Búast má við gasmengun víða á sunnan- og vestanverðu landinu, frá Þjórsá í suðri, vestur á Barðaströnd og norður á Húnaflóa.

Á morgun, þriðjudag, er áfram spáð vestlægri átt og verður mengunarsvæðið þá svipað en hætt er við meiri dreifingu til norðurs og vesturs, á Vestfjörðum og víðar á Norðurlandi.

Kl. 9:30 í morgun voru loftgæði góð samkvæmt öllum sítengdum mælum á loftgæði.is.

Fyrri greinÁrborg frestar ákvörðun sinni um aðild
Næsta greinDagný meistari og best í deildinni