Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma".
Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1.600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Klukkan 8:50 mældust 894 µg/m³ í Hveragerði en verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík.
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að háum styrk mengunar. Einkum suðvestantil fyrripart dags. Þegar kemur fram á daginn má búast við mengun á svæðunum norðan og austan við eldstöðina.
Almenningur er hvattur til þess að kynna sér leiðbeiningar yfirvalda sem finna má á vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is og á vef almannavarna www.avd.is