Ölvaður hjólabrettamaður datt „nokkuð oft“

Þrettán slys eða óhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í þremur tilvikum slasaðist fólk eða tognaði við fall, þar af tveir við við Seljalandsfoss.

Fjórir hestamenn slösuðust, þrír féllu af baki en einn slasaðist þegar hestur sló hann.

Ökumaður vélsleða slasaðist á Langjökli þann 7. ágúst og var hann fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar í Reykjavík.

Þá féll maður á hjólabretti „nokkuð oft“ í götuna að sögn vitna þar sem hann var að leika listir sínar upp úr kl. 4:00 aðfaranótt laugardags á Selfossi. Kallað var eftir sjúkrabifreið þegar hann missti meðvitund eftir eitt fallið en hugsanlegt er talið að ölvun hafi átt þátt í hrakförum þessum öllum.

Fyrri greinÖkumenn sektaðir um fjórar milljónir króna á einni viku
Næsta greinLíf og fjör á lokadegi Menningarveislunnar