Ölvaður maður hleypti af skotum á Stokkseyri

Lögreglunni á Selfossi bárust í gærkvöldi kl. 23:42 tilkynningar um að skothvellir heyrðust frá húsi á Stokkseyri.

Í framhaldi af því var húsráðandi þar handtekinn og er nú í vörslu lögreglu. Maðurinn var ölvaður. Við handtökuna hafði hann í hótunum í orði við lögreglumenn á vettvangi en beindi ekki skotvopnum sem hann var með að þeim.

Maðurinn hefur kannast við að hafa hleypt af skotum við hús sitt.

Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Selfossi og nýtur hún aðstoðar sérfræðinga frá tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og Sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Í undirbúningi er að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum.

Fyrri greinSkallaði og nefbraut lögreglumann
Næsta greinSelfyssingar sigruðu örugglega