Ökumaður fólksbíls slapp ómeiddur þegar hann lenti út af veginum í Kömbunum um klukkan hálftvö í nótt. Hann er grunaður um ölvun við akstur.
Ökumaðurinn fór yfir á rangan vegarhelming í neðst í Kömbunum og hafnaði þar á vegriði. Við það rifnaði annað framhjólið undan bílnum en áfram skrölti hann þó meðfram vegriðinu og út fyrir veginn þar sem bíllinn stöðvaðist standandi á þremur hjólum.
Ökumaður slapp ómeiddur. Hann er einnig grunaður um fíkniefnaneyslu og var hann vistaður í fangageymslu.