Um klukkan átta á föstudagskvöld barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um bifreið á leið vestur eftir þjóðvegi 1 frá Höfn og að í henni væru fimm menn, allir ölvaðir.
Tilkynningunni fylgdi að einn mannanna hefði sést veifa rafbyssu á Höfn.
Þegar lögreglumenn sáu til bifreiðarinnar hófu þeir eftirför en ökumaður sinnti ekki fyrirmælum um að stöðva heldur reyndi að komast undan með því að beygja inn í húsagötu í Vík í Mýrdal. Þar þurfti hann að stöðva bifreiðina og reyndi þá að komast undan á hlaupum. Lögreglan náði manninum fljótt og yfirbugaði hann.
Maðurinn var fluttur í fangageymslu á Selfossi og yfirheyrður þegar af honum var runnið. Í bifreiðinni fannst rafbyssa sem var í vörslu eins farþegans. Málið er í rannsókn vegna meints ölvunar- og fíkniefnaaksturs, vopnalögum og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.