Við rismál á laugardag var maður handtekinn á Selfossi eftir að hann reyndi að brjóta sér leið inn í íbúðarhús í bænum.
Maðurinn braut gat í útihurð auk þess hafði hann farið inn í bílskúr og barið á dyr í öðru húsi.
Lögreglumenn handtóku manninn skammt frá húsinu sem hann hafði barið upp á. Hann var mjög ölvaður og því færður í fangageymslu þar sem hann svaf úr sér áfengisvímuna.
Við yfirheyrslu bar maðurinn því við að hann myndi ekkert eftir gjörðum sínum, hafi verið í óminnisástandi, en neitaði ekki að hafa gert það sem borið var á hann.