Frá klukkan 3 í nótt hafa sjö ökumenn komandi frá Landeyjahöfn verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna.
Í ljósi þess telur lögreglan á Suðurlandi rétt að ítreka að allir ökumenn sem koma akandi frá Landeyjahöfn verða stöðvaðir og kannað með ölvunar- og vímuástand þeirra.
Lögreglumenn eru einnig staðsettir í Landeyjahöfn þar sem fólki gefst kostur á að blása í áfengismæla til að kanna með ölvunarástand sitt áður en haldið er af stað.
Lögregla hvetur ökumenn til ábyrgðar og að halda ekki af stað akandi nema úthvíldir og allsgáðir.
„Ölvaðir örþreyttir ökumenn eiga ekkert erindi út í umferðina,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.