Ölvaður í árekstri á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður bíls sem lenti í árekstri á gatnamótum innanbæjar á Selfossi á mánudaginn í síðustu viku er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fimm aðrir voru stöðvaðir við eftirlit í umdæminu grunaðir um ölvun við akstur.

Þá voru tveir ökumenn flutningabifreiða voru sektaðir fyrir að flytja of þungan farm.

Fyrri greinSautján umferðaróhöpp í dagbók lögreglunnar
Næsta greinSyngja allt milli himins og jarðar