Ölvaður með barn í bílnum

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn í síðustu viku vegna gruns um ölvun við akstur.

Annar þeirra var með 7 ára barn í bílnum og var barnavernd í viðkomandi sveitarfélagi því kölluð til.

Bæði málin bíða niðurstöðu rannsókna á áfengismagni í blóði og afgreiðast áfram í samræmi við þá niðurstöðu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinSláandi myndir af hopi Breiðamerkurjökuls
Næsta greinGunnsteinn hlutskarpastur í kórlagakeppninni