Ölvaður ökumaður ók bíl sínum útaf Þorlákshafnavegi og velti honum aðfaranótt síðastliðins laugardags.
Þrír farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir allir en tveir þeirra voru útskrifaðir af sjúkrahúsi að skoðun lokinni.
Ökumaðurinn slapp lítið eða ómeiddur og fann lögreglan hann í nokkurri fjarlægt frá vettvangi slyssins. Hann gaf þá skýringu við yfirheyrslu daginn eftir að hafa farið af stað til að sækja aðstoð.
Ökumaðurinn viðurkenndi að hafa ekið bifreiðinni og sömuleiðis að hafa ekið utan í bifreið á Stokkseyri á ferð sinni áður en hann ók útaf Þorlákshafnarvegi. Eigandi bílsins á Stokkseyri hefur ekki gefið sig fram við lögreglu og er hann hvattur til að gera það hið fyrsta.
Tveir aðrir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.