Framkvæmda og veitustjórn Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að ómalbikuðum götum í sveitarfélaginu verði útrýmt.
Á fundinum var samþykkt að vinna að sex ára áætlun um framkvæmdir í sveitarfélaginu. Áætlunin miðast við að útrýma ómalbikuðum götum, endurnýja gangstéttar og götur, og fegra umhverfi almennt með sérstöðu hvers svæðis að leiðarljósi.
Guðmundi Elíassyni, framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs, hefur verið falið að gera drög að áætlun og leggja fyrir næsta fund.