Fóðurblandan hf verður með opið hús í kvöld kl. 18 til 21 í verslun FB á Selfossi og á fimmtudagskvöld í versluninni á Hvolsvelli.
Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar veitir fóðurráðgjöf og Jens Rasmunssen frá Staldren hann mun kynna umhverfisvæna undirburðinn Staldren sem hefur svo rækilega sannað gildi sitt hér á landi.
Þá mun Chris King sérfræðingur í landbúnaðarvörum frá Rumenco og Nettex kynna nýjungar í sérframleiddum steinefna- og vítamínblöndum fyrir Fóðurblönduna. Chris mun einnig kynna nýja og breiða línu af kúa- og sauðfjárvörum, rekstrarvörum og bætiefnum fyrir búfé frá Nettex.
DeLaval verður með kostaboð á mjaltakrossum og sápu og Olís og Rekstrarland, samstarfsaðilar Fóðurblöndunnar, verða með kynningar og létt spjall. Auk þess verður kynning á vörum frá Mjólkursamsölunni. Einnig verður tilboð á mörgum vörum sem Fóðurblandan selur og framleiðir, allt að 25% afsláttur.