Í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá Suðurlandsskjálftanum sem átti upptök sín á milli Hveragerðis og Selfoss býður Jarðskjálftamiðstöðin að Austurvegi 2a á Selfossi, gestum og gangandi velkomna á Opið hús hjá miðstöðinni þriðjudaginn 29. maí.
Kl. 16-17 verður kynning á starfsemi miðstöðvarinnar, jarðskjálftamælingar og rannsóknir í jarðskjálftaverkfræði. Sýnt verður með jarðskjálftahermi hvernig innanstokksmunir hreyfast í jarðskjálfta.
Kl. 17-18 verða fyrirlestrar þar sem starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar verður kynnt, fjallað verður um skemmdir í jarðskjálftunum 2000 og 2008 og hlutverk björgunarsveita í jarðskjálftum verður útskýrt.