Leirvinnustofan og kaffihúsið Bragginn í Birtingaholti í Hrunamannahreppi opnar eftir veturinn um næstu helgi. Í kvöld verður opið hús frá klukkan 19.
Fyrsta írska kaffikvöld sumarsins verður í kvöld og opnar húsið klukkan 19. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Léttar veitingar verða í boði framan af kvöldi og eftir það verður barinn opinn. Hinn hressi sönghópur Frá G til G mun troða upp og taka nokkur lög um kl 20:30, eftir það eru allir sem vilja velkomnir að taka við kyndlinum og halda uppi söng og gleði.
Fyrsti almenni opnunardagur Braggans verður svo á morgun, föstudaginn 5. júní en opið verður alla daga í sumar frá kl 11-18.
Í Bragganum er lögð áhersla á að nýta sem best jurtir sem vaxa í kringum Braggann í Birtingaholti og matvæli framleidd á Suðurlandi. Vinnustofan verður svo áfram opin fyrir gesti og gangandi.