Á morgun, fimmtudag, verður opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi frá klukkan 10:00 til 11:30 og 13:30 til 15:00.
Kennslustofur verða opnar og hægt að ganga um og kíkja á kennslu og verkefnavinnu nemenda. Verknámsaðstaðan í Hamri verður einnig opin og þar verður hægt að fylgjast með nemendum að störfum.
Nú gefst foreldrum, eldri nemendum og öðrum áhugasömum tækifæri til þess að fylgjast með því fjölbreytta og spennandi starfi sem fram fer í skólanum.
Opna húsið er liður í að efla samstarf heimila og skóla og tengsli við nærsamfélagið. Kaffi verður á könnunni í matsalnum.