Vegurinn yfir Hellisheiði var opnaður í nótt eftir að hafa verið lokað á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum.
Veginum yfir Hellisheiði var lokað um klukkan hálftíu í gærkvöldi en þá var blindbylur er á heiðinni.
Kl. 22:36: Björgunarsveitir eru að vinna í því að aðstoða fólk niður af Heiðinni. Hjálparsveit skáta í Hveragerði, Björgunarfélag Árborgar, Mannbjörg í Þorlákshöfn og Hjálparsveit skáta í Reykjavík eru á vettvangi, ýmist við mönnun lokunarpósta eða að aðstoða ökumenn.
Kl. 21:33: Hellisheiði lokuð.
Áfram er reiknað með 15-20 m/s um landið vestanvert og einnig nokkuð dimmum éljum suðvestan- og vestanlands.
Hálka eða hálkublettir og éljagangur er nokkuð víða á Suðurlandi.