Í tilefni af 100 ára frímúrarastarfi á Íslandi verður frímúarastúkan Röðull á Selfossi með opið hús og býður almenningi að heimsækja stúkuhúsið að Hrísmýri 1, Selfossi laugardaginn 27. apríl. Opið verður á milli kl. 14 og 16 og verða salarkynni stúkuhússins til sýnis.
Allir á Suðurlandi geta lagt leið sína í stúkuhúsið og hitt meðlimi frímúrarareglunnar og fengið fræðslu um tilgang og starfssemi hennar á Suðurlandi og landinu öllu.
Boðið verður upp á veitingar, tónlistaratriði og myndsýningar auk þess sem grein verður gerð fyrir minjasafni stúkunnar. Einnig munu veggspjöld hanga á veggjum með helstu atriðum sem lýsa sögu frímúrarareglunnar á Íslandi undanfarin 100 ár.