Milli klukkan 16 og 18 í dag verður opið hús í Móbergi, nýju hjúkrunarheimili við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Húsið er allt hið glæsilegasta og verður búið öllu því nýjasta sem hjúkrunarheimili þarf og mun það hýsa 60 einstaklinga. Heilbrigðisstofnun Suðurlands mun annast rekstur heimilisins.
Síðustu daga hefur verið auglýst eftir starfsfólki á hjúkrunarheimilið, frá og með 1. október næstkomandi.
Starfsemi heimilisins byggir á hugmyndafræði Eden stefnunnar og lagt verður upp úr einstaklingsbundinni endurhæfingu íbúa í leik og starfi.