Opinn fundur á Selfossi um stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi

Selfoss. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur.

Í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar á Fröken Selfoss í miðbæ Selfoss, þriðjudaginn 19. nóvember og hefst hann kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu HMS.

Fundarstjóri er Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, og mun hann einnig flytja erindi um stöðu íbúðauppbyggingar í sveitarfélaginu. Þá munu Jón Örn Gunnarsson og Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingar hjá HMS, fara yfir stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur á Suðurlandi og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, flytur erindið Byggjum í takt við þarfir.

Skráning á fundinn

Fyrri greinTíu Sunnlendingar í unglingalandsliðshópi
Næsta grein„Af því að ég veit að ég get það“