Sveitarstjórn Mýrdalshrepps, í samstarfi við Vini vegfarandans, boðar til opins fundar um samgöngumál í Víkurskóla mánudaginn 1. október, kl. 20:00.
Á fundinum verða Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur, með framsögu.
Ólafur annaðist meðal annars um árabil EuroRAP verkefnið um öryggismat vegakerfisins.
Að framsögum loknum gefst fundargestum tækifæri til að koma með fyrirspurnir.